Friday, December 02, 2005

Bloggleysi

Það er búið að vera ansi mikið bloggleysi undanfarið hjá undirrituðum.Þessi árstími er alveg ferlegur. Brjálað að gera í vinnunni og einhvernveginn hefur maður aldrei tíma til neins og er svo bara dauðþreyttur og andlaus þegar laus er stund og manni langar eiginlega bara til að horfa á einhverja heilalausa mynd.
En það er fullt af skemmtilegum hlutum að gerast þessa dagana. Tensai verður frægari og frægari og ég þarf að hafa mig allann við að bægja frá æsta aðdáendur. Verð að viðurkenna að ég er ekkert smá stoltur af kellu :-).Finnst hún eiga þetta allt skilið og meira til.
Ég bið forláts að hafa misst af Thanksgiving partýinu góða. Forski kom samt með afganga heim og smakkaðist það með afbrigðum vel. Læt mig ekki vanta á Lúsíuna allavega.
Sá í fréttum að farþegum í strætó hefur fækkað um 10% á árinu. Og ekki var ásóknin beysin fyrir. Þetta kemur mér ekki á óvart. Hverjum datt í hug að hanna þetta fáráðlega nýja kerfi? Þegar vetra tók og maður gat ekki hjólað í vinnu eins og venjulega þá komst maður heldur betur hvað þetta kerfi er ömurlegt. Í fyrsta lagi eru vagnarnir aldrei á réttum tíma. Vagnstjórarnir pirraðir á öllum skömmunum á ónýtu kerfi og þar að auki ef þú þarft að komast á milli stað a og b þá þarftu að fara rúnt með strætó í hálftíma til að komast leið sem tók áður 10 minútur. Hmmm en ég ætla samt ekki að fá mér bíl alveg strax. Mig langar frekar til að eyða peningum í svarthvítar myndir og heimabíó :-)
Jæja best að halda áfram að horfa á Nightmare Alley frá 1947. Frábær mynd!