Monday, January 09, 2006

Life of Brian

Í tilefni af því að sú æðislega mynd Monty Python "Life of Brian" var valin besta gamanmynd allra tíma í Bretlandi finnst mér við hæfi að bjóða í bíókvöld á Hringbrautina seinnipartinn í janúar. Gott væri að fá hugmyndir hvaða kvöld henta mannskapnum best og það er alveg nauðsynlegt að Kokksi láti sjá sig :-) Annars er lítið að frétta úr vesturbænum þessa stundina. Er að horfa á hina frábæru sjónvarpsþætti "Tales from the crypt" þessa dagana ásamt því að grípa í einn og einn X-Files þátt með Tensai og jafnvel eina og eina gamla mynd! Hundleiðinar talningar og uppgjör í vinnunni eins og alltaf á þessum tíma. Og já við stældum Grumpu og fengum okkur þrekhjól á heimilið, ekkert smá þægilegt að geta gláft á imbann meðan maður er að hjóla!

Sunday, January 01, 2006

Gleðilegt Ar

Gleðilegt ár og takk fyrir þau liðnu. Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár! Heldur betur. Allt það æðislega í kringum bókina og Tensai minni er búið að vera æfintýri líkast og er hún Tensai mín vel að þessu komin enda kjarnorkukelling! Ég hafði það æðislega gott um jólin og áramótin þó eins og allt annað voru þau frekar skrýtin þar sem Tensai var að vinna öll jólin. En við héldum okkar jól nokkrum dögum síðar og ég get ekki lýst hamingju minni yfir öllum fínu pökkunum sem ég fékk. Þar bar hæðst nýr I-Pod sem hún Tensai mín gaf mér :-) Svo fékk ég þetta fína Bette Davis safn frá henni líka ásamt nýrri sundskýlu, Batman Returns, Letibuxur o.fl o.fl. Fékk kaffibyrgðir næstu vikuna og þessa æðislegu bók um Monty Python frá kokksa og tengdó :-) Svo fékk ég nöllasett dauðans sem eru 2 DVD 2CD og 88 síðna bók með Kraftwerk :-) og náttúrlega fullt í búið o.fl. Ég elska jólin :-) :-) Vinnan gékk vel og nýja árið lítur vel út. Helsti draumurinn er að fara ferðast eitthvað á nýju ári. Unglingurinn á hemilinu er búinn að uppgötva London og er að fara sína aðra ferð á tæpum mánuði fljótlega. Og já ég ætla að vera duglegri að blogga :-) PROMISE! Við Tensai erum núna að horfa á allar gömlu Star Wars myndirnar í einum rykk. May the force be with you :-)