Tuesday, March 21, 2006

Musiktilraunir

Þá eru Músíktilraunirnar byrjaðar aftur. Ég man ekki hve oft ég hef verið í dómnefnd en sennilega hafa einhverjir keppendur ekki verið fæddir þegar ég byrjaði :-) En alltaf er þetta jafngaman. Fjölbreytnin og áhuginn í hljómsveitunum er alltaf jafn skemmtileg, þó að vissulega margar hljómsveitir séu ekki tilbúnar að spila opinberlega og kapp sé oft meira en getan þá er það bara skemmtilegt líka. Þetta er dálítil törn. 51 hljómsveit á 5 kvöldum og síðan úrslitin. Að venju er dekrað við okkur í dómnefndinni, nóg að borða og drekka (óáfengt að sjálfsögðu) og mikið spjallað enda margir spekingar saman komnir. Ég er sérstaklega ánæður með að kvenfólki hefur fjölgað í dómnefndinni og mættu þær vera fleiri.
Annars er þetta ofsalega rólegur tími í vinnunni og reyndar ekki mjög skemmtilegur. Fullt af góðum plötum í gangi en engin sala. En páskarnir nálgast og þá pikkar alltaf upp. Svo er manni líka farið að hlakka til páskafrísins, það er einhvernveginn meira frí en um jólin. Einnhverjar fermingar sjálfsagt ég veit allavega um eina sem ég þarf að mæta í.
Svo eru nú bestu fréttirnar að Lemmy sjálfur er að mæta á skerið með Motorhead YEEAAAHHHHHH. Það mun sko ekki klikka að mæta þar á svæðið :-)

Sunday, March 12, 2006

Monsters of Akureyri

Jæja ég setti land undir fót um daginn og fór til Akureyrar í fyrsta skiftið í 10 ár eða svo. Fór norður í bílskróð með Sigga Sverris og var sú ferð með eindæmum góð. Langt síðan við höfðum spjallað og nóg umræðuefni báðar leiðir. Fengum hreint ótrúlegt ferðaveður, sól og logn alla leið og langleiðina til baka. Ferðin tók um 4 og hálfann tíma hvora leið.
Síðan var haldið gott partý laugardagskvöldið sem byrjaði með matarboði. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn svo spilltur af góðum mat hjá Grumpu og heima að mér fannst maturinn ekkert sérstakur en félagsskapurinn bætti þar úr. Síðan var farið í getraunarkeppni o.fl. Þetta kvöld var með eindæmum gott, góður andi yfir hópnum og mjög skemmtilegir. Að sjálfsögðu fengum við kvartanir frá nágrönnum en ég get ekki sagt að þetta hafi verið rokkælupartý því allir voru nú frekar dannaðir. Mér var svo formlega boðið í klúbbinn og er ég nú stoltur meðlimur í 2 rokk klúbbum bæði utanbæjar. Það verður svo stefnan að koma á fót landsmóti í sumar þar sem báðir klúbbarnir mæta og bera saman bækur (tónlist) sína.
Daginn eftir var mér svo boðið í æðislegann hádegisverð áður en við Siggi héldum suður aftur.