Tuesday, March 21, 2006

Musiktilraunir

Þá eru Músíktilraunirnar byrjaðar aftur. Ég man ekki hve oft ég hef verið í dómnefnd en sennilega hafa einhverjir keppendur ekki verið fæddir þegar ég byrjaði :-) En alltaf er þetta jafngaman. Fjölbreytnin og áhuginn í hljómsveitunum er alltaf jafn skemmtileg, þó að vissulega margar hljómsveitir séu ekki tilbúnar að spila opinberlega og kapp sé oft meira en getan þá er það bara skemmtilegt líka. Þetta er dálítil törn. 51 hljómsveit á 5 kvöldum og síðan úrslitin. Að venju er dekrað við okkur í dómnefndinni, nóg að borða og drekka (óáfengt að sjálfsögðu) og mikið spjallað enda margir spekingar saman komnir. Ég er sérstaklega ánæður með að kvenfólki hefur fjölgað í dómnefndinni og mættu þær vera fleiri.
Annars er þetta ofsalega rólegur tími í vinnunni og reyndar ekki mjög skemmtilegur. Fullt af góðum plötum í gangi en engin sala. En páskarnir nálgast og þá pikkar alltaf upp. Svo er manni líka farið að hlakka til páskafrísins, það er einhvernveginn meira frí en um jólin. Einnhverjar fermingar sjálfsagt ég veit allavega um eina sem ég þarf að mæta í.
Svo eru nú bestu fréttirnar að Lemmy sjálfur er að mæta á skerið með Motorhead YEEAAAHHHHHH. Það mun sko ekki klikka að mæta þar á svæðið :-)

2 comments:

Anonymous said...

Þetta með Lemmy eru bestu fréttir sem ég hef heyrt síðan Upplyfting ákvað að leggja upp laupana!! Ég hef það fyrir satt að Monopoly ætlar að mæta út á flugvöll þegar kallinn kemur með blómvönd og konfektkassa

Anonymous said...

Read More