Sunday, August 27, 2006

Nöllið




Ég hef verið frekar rólegur undanfarið í að kaupa DVD enda haft nóg að horfa á :-) En nú tók ég loksins kast og pantaði fullt af myndum frá Amazon. Ég fann það þegar ég var að raða upp myndum að mig vantaði ansi mikið í Fantasy deildinni enda sá Tensai mest um þá deild :-) Þannig að ég fékk mér Spirited Away sem er ein af uppáhalds teiknimyndunum mínum. Ég tók 2 nýjar Fantasy myndir, Æon Flux og Ultraviolet og varð fyrir vonbrigðum með þær báðar. Það vantaði allann kraft í þær. Þetta eru ofbeldisfullar teiknimyndasögur en Hollywood er alltaf svo hrædd að myndir verði bannaðar yfir 12 ára þá komi enginn á myndirnar og tekst þá að eyðileggja myndirnar. Báðar þessar myndir áttu frekar að vera í stíl við Sin city, þá hefðu þær gengið upp. Svo fékk ég mér líka nýju Final Fantasy myndina. Það var lítið annað talað um á mínu fyrrverandi heimili og var ég orðinn ansi forvitinn að sjá þessa mynd. V for Vendetta var líka í pakkanum og fer hún næst í spilarann. Svo að sjálfsögðu fylgdu nokkrar gamlar góðar Film Noir myndir með (hvað annað).

Þannig að ég hef verið fastur í nöllinu undanfarið og síðan hefur verið ansi mikið að gera í vinnunni. Það fóru allir í frí nema ég í mánuðnum sem var reyndar ágætt því ég notaði tækifærið og tók vel til setti upp hillur og myndir og gerði skrifstofuna notalegri. Það er greinilega farið að skila sér ræktin í sumar, ég er búinn að missa 5 kíló og hef sjaldan verið í jafn góðu formi. Finn það alveg greinilega :-)

Sunday, August 06, 2006

Plebbalert!

Ég fór í bónus í gær og ætlaði að dekra smá við mig og kaupa ís fyrir helgina. Sá tilboðsís á 200 kall og tók hann upp. BÍP BÍP PLEBBALERT PLEBBALERT!!!! Ég svitnaði og skilaði ísnum og tók rjómaís með karmellu og pekahnetum og hugsaði ÓMÆGOD ég er að verða plebbi hvernig datt mér í hug að ætla kaupa óætann ís þótt hann kosti 199 krónur. PÚFF

Ér er með dálítið ábernadi sár á enninu þessa dagana. Ég er að spá í hvort ég eigi að segja sannleikann ef fólk spyr hvað gerðist að það hafi hrunið á mig stafli af DVD myndum á meðan ég svaf eða ég hafi labbað á hurð. Hmm held ég segist hafa labbað á hurð!

Twilight zone



Ég þurfti að taka stætó í vinnuna á laugardagsmorgun og tók leið 4. Vann svo í 2 tíma og tók síðan leið 13 uppí kringlu til að stússast. Tók þá eftir að það var sami bílstjórinn og í leið 4 og hugsaði "nú þeir eru greinilega að keyra margar leiðir". Var svo ekkert mjög lengi í kringlunni og tók síðan leið 4 aftur uppí breiðholt. "Jæja búinn að stússast í kringlunni"? spurði bílstjórinn sem var enn og aftur sami maðurinn! Mér fannst ég vera kominn inní þátt af Twilight zone í svört hvítu og allt! Svo fattaði ég hvað er í gangi. Það er svo erfitt að manna strætisvagana skilst mér að auðvitað er búið að klóna bílstjóranna!

Lenti svo í öðru strætóæfintýri um kvöldið. Fór í heimsókn í bæjinn um kvöldið og tók síðasta vagninn heim. Ég var eini farþeginn og bíllinn tók uppá því að verða olíulaus á miklubrautinni. Það þurfti að ræsa út nýjann vagn til að koma mér eina farþeganum til skila og það var ekki mikil ánægja með það greinilega og ég skemmti mér ágætlega við að láta stjana við mig haha. Verst að bílstjórinn var gamall sjóari og þvílíkur plebbi. En á leiðarenda komst ég og bílstjórinn keyrði mig bara beint heim :-)


Var að kaupa mér miða á Patti Smith tónleikana í háskólabíó. Fór á tónleika með henni á Nasa í fyrra sem voru æðislegir :-) Hún verður að vísu unplugged núna en það er ágætis tilbreyting.