Sunday, August 06, 2006

Twilight zone



Ég þurfti að taka stætó í vinnuna á laugardagsmorgun og tók leið 4. Vann svo í 2 tíma og tók síðan leið 13 uppí kringlu til að stússast. Tók þá eftir að það var sami bílstjórinn og í leið 4 og hugsaði "nú þeir eru greinilega að keyra margar leiðir". Var svo ekkert mjög lengi í kringlunni og tók síðan leið 4 aftur uppí breiðholt. "Jæja búinn að stússast í kringlunni"? spurði bílstjórinn sem var enn og aftur sami maðurinn! Mér fannst ég vera kominn inní þátt af Twilight zone í svört hvítu og allt! Svo fattaði ég hvað er í gangi. Það er svo erfitt að manna strætisvagana skilst mér að auðvitað er búið að klóna bílstjóranna!

Lenti svo í öðru strætóæfintýri um kvöldið. Fór í heimsókn í bæjinn um kvöldið og tók síðasta vagninn heim. Ég var eini farþeginn og bíllinn tók uppá því að verða olíulaus á miklubrautinni. Það þurfti að ræsa út nýjann vagn til að koma mér eina farþeganum til skila og það var ekki mikil ánægja með það greinilega og ég skemmti mér ágætlega við að láta stjana við mig haha. Verst að bílstjórinn var gamall sjóari og þvílíkur plebbi. En á leiðarenda komst ég og bílstjórinn keyrði mig bara beint heim :-)


Var að kaupa mér miða á Patti Smith tónleikana í háskólabíó. Fór á tónleika með henni á Nasa í fyrra sem voru æðislegir :-) Hún verður að vísu unplugged núna en það er ágætis tilbreyting.

1 comment:

Anonymous said...

En það er einmitt á svona mómentum sem maður ákveður að kaupa sér bíl!! :)