Monday, July 31, 2006

Krutt tonleikar



Síðasta vika var mikil "krútt" tónleikavika. Sigur Rósar tónleikarnir á sunnudagskvöld voru náttúrlega krútt tónleikar ársins og loksins gátu allir plebbarnir og úthverfaliðið farið á Sigur Rósar tónleika enda nær 20 þúsund manns sem mættu. Mér fannst þeir reyndar æði og hafði mjög gaman af uppákomunni.

Ég var svo að selja diska á tónleikum Emiliönu Torrini og Belle & Sebastian á Nasa á fimmtudagskvöldið. Góða við að selja á Nasa er að það er mjög auðvelt að sjá tónleikana þar þó maður sé að selja. Þetta voru fínir tónleikar þó ég hefði nú sennilega ekki borgað mig inn. Hitti Emiliönu loksins, hef ekki séð hana í 2 ár eða svo. Hún er alltaf jafn yndisleg. Ég var uppá palli þegar hún sá mig og hún raðaði saman fullt af drasli til að geta klifrað upp og smellt á mig kossi. Hún er æði :-) Svo voru náttúrlega allir sem maður þekkti úr bransanum á svæðinu og þetta var þrælskemmtilegt kvöld.

Fór svo í Heiðmörkina á laugardag. Er ekkert smá búinn að vera duglegur í útivistinni þessa dagana og svei mér þá ef ég er ekki bara búinn að taka lit! Það er eitthvað nýtt. Verð svo að selja á Morrissey og verð að muna að taka þunglyndislyf fyrir tónleikana annars gæti maður farið á 2 ára bömmer eftir textana hans :-/

3 comments:

Anonymous said...

Það var svo langt fyrir mig að fara á þessa Sigurrósar tónleika að ég nennti því ekki. Heyrði reyndar eitthvað af þeimm inn um stofugluggann. Svona eins og Bíker í Prúðuleikurunum væri að syngja

Anonymous said...

Hét hann ekki Bikar? Og sagði bara "mímímí..." Æðislegur karakter :)

Anonymous said...

Sigurrós er fín hljómsveit (hef reyndar ekki heyrt bikartaktana ennþá) en tónlistin er bara einhvern veginn aðeins og þung fyrir mína léttu sál.