Monday, July 31, 2006

Krutt tonleikar



Síðasta vika var mikil "krútt" tónleikavika. Sigur Rósar tónleikarnir á sunnudagskvöld voru náttúrlega krútt tónleikar ársins og loksins gátu allir plebbarnir og úthverfaliðið farið á Sigur Rósar tónleika enda nær 20 þúsund manns sem mættu. Mér fannst þeir reyndar æði og hafði mjög gaman af uppákomunni.

Ég var svo að selja diska á tónleikum Emiliönu Torrini og Belle & Sebastian á Nasa á fimmtudagskvöldið. Góða við að selja á Nasa er að það er mjög auðvelt að sjá tónleikana þar þó maður sé að selja. Þetta voru fínir tónleikar þó ég hefði nú sennilega ekki borgað mig inn. Hitti Emiliönu loksins, hef ekki séð hana í 2 ár eða svo. Hún er alltaf jafn yndisleg. Ég var uppá palli þegar hún sá mig og hún raðaði saman fullt af drasli til að geta klifrað upp og smellt á mig kossi. Hún er æði :-) Svo voru náttúrlega allir sem maður þekkti úr bransanum á svæðinu og þetta var þrælskemmtilegt kvöld.

Fór svo í Heiðmörkina á laugardag. Er ekkert smá búinn að vera duglegur í útivistinni þessa dagana og svei mér þá ef ég er ekki bara búinn að taka lit! Það er eitthvað nýtt. Verð svo að selja á Morrissey og verð að muna að taka þunglyndislyf fyrir tónleikana annars gæti maður farið á 2 ára bömmer eftir textana hans :-/

Sunday, July 30, 2006

Rokktonleikar i Glasgow



Lufsurnar í keflavík eru að fjölmenna á tónleika í Glasgow í byrjun nóvember. Slayer, Motorhead, Opeth o.fl hljómsveitir. Nú þarf ég að grafa í budduna og sjá hvort maður komist ekki með. Það er orðið allt of langt síðan maður fórr á almennilega rokktónleika úti!

Lag dagsins



Vem kan segla með Lee Hazlewood og Nina Lizell.

Saturday, July 29, 2006

Lag Dagsins



Motor City Madhouse með Ted Nugent!

Sunday, July 16, 2006

Sveitin í úthverfinu

Var að koma út 2 tíma göngutúr um Elliðardalinn. Ég er búinn að finna uppáhaldsstað við elliðarvatn sem er smá úr gönguleið. Þar er góður staður til að setjast með góða bók og i-podd við vatnið og finnast maður vera næstum útí sveit. Samt ef maður lítur aðeins til hægri sér maður nýja Bónus verslun :-) Allstaðar spretta þær upp þessar bónus verslanir! Það er nú góður kostur við þetta leiðindahverfi að það er stutt í góðar göngu og hjólaleiðir og ég nota þær grimmt! Sundlaugin er fín líka fyrir utan plebbana. Ég er samt búinn að finna ágætis tíma þar sem plebbarnir eru annað hvort ekki komnir á fætur eða heima að horfa á sjónvarpið, það eru bestu tímarnir í sundlauginni :-)

Ég sá mynd af litla prinsinum hann Kokksa á bloggsíðunni hjá Friðriki. Þvílikt krútt! Þarf endilega að kíkja í sveitina í sumar og heimsækja sveitafólkið á Eyrarbakka :-)

Ég er kominn með aðgang að öllum sjónvarpsstöðvunum núna og eins og alltaf er mér það ómögulegt að horfa á þessa þætti þar! Eina sem ég hef nennt að horfa á eru síðustu leikirnir í HM og hafði mjög gaman af. Zidame er búinn að gefa "Skalla" nýja meiningu og kemst örugglega enginn nálægt honum þar! Ég er samt á hans bandi því ég er nokkuð viss um að Mattarazzinn hefur sagt eitthvað mjög móðgandi við hann. Hann er víst þekktur skítalabbi. Þar verð ég að taka orð annarra því ég veit satt að segja ekkert um fótbolta!

Annars er lítið spennandi að gerast í tónlistinni akkúrat þessa dagana nema Gulli Falk var að gefa út disk með Dark Harvest! Gulli er ódrepandi :-)