Sunday, July 16, 2006

Sveitin í úthverfinu

Var að koma út 2 tíma göngutúr um Elliðardalinn. Ég er búinn að finna uppáhaldsstað við elliðarvatn sem er smá úr gönguleið. Þar er góður staður til að setjast með góða bók og i-podd við vatnið og finnast maður vera næstum útí sveit. Samt ef maður lítur aðeins til hægri sér maður nýja Bónus verslun :-) Allstaðar spretta þær upp þessar bónus verslanir! Það er nú góður kostur við þetta leiðindahverfi að það er stutt í góðar göngu og hjólaleiðir og ég nota þær grimmt! Sundlaugin er fín líka fyrir utan plebbana. Ég er samt búinn að finna ágætis tíma þar sem plebbarnir eru annað hvort ekki komnir á fætur eða heima að horfa á sjónvarpið, það eru bestu tímarnir í sundlauginni :-)

Ég sá mynd af litla prinsinum hann Kokksa á bloggsíðunni hjá Friðriki. Þvílikt krútt! Þarf endilega að kíkja í sveitina í sumar og heimsækja sveitafólkið á Eyrarbakka :-)

Ég er kominn með aðgang að öllum sjónvarpsstöðvunum núna og eins og alltaf er mér það ómögulegt að horfa á þessa þætti þar! Eina sem ég hef nennt að horfa á eru síðustu leikirnir í HM og hafði mjög gaman af. Zidame er búinn að gefa "Skalla" nýja meiningu og kemst örugglega enginn nálægt honum þar! Ég er samt á hans bandi því ég er nokkuð viss um að Mattarazzinn hefur sagt eitthvað mjög móðgandi við hann. Hann er víst þekktur skítalabbi. Þar verð ég að taka orð annarra því ég veit satt að segja ekkert um fótbolta!

Annars er lítið spennandi að gerast í tónlistinni akkúrat þessa dagana nema Gulli Falk var að gefa út disk með Dark Harvest! Gulli er ódrepandi :-)

4 comments:

Anonymous said...

Ég fór einu sinni í labbitúr þarna um þetta Elliðaárdæmi og rétt svo naumlega slapp við að hófdýr með miðaldra úthverfapakk á bakinu tröðkuðu mig niður og í kjölfarið komu organdi börn á reiðhjólum og wanna-be maraþonhlauparar. Held mig bara við downtown Reykjavík framvegis

Kiddi rokk said...

Ég er búinn að finna leiðir framhjá úthverfapakkinu. :-) En rétt hjá Grumpu downtown er best!

Anonymous said...

Hvar er þessi Elliðaárdalur? kannski þar sem Ellismellir fara úr liðum við einhverja á? :)

Anonymous said...

Þessi var djúpur:)