Friday, June 30, 2006

Ammæli

Jæja þá er ég árimu eldri SNÖKT! Og er þá ekki um að gera að byrja að blogga aftur eftir langt hlé. Maður hefur verið hálf áttavilltur eftir skilnaðinn og þó ég sé kannski ekki enn búinn að ná áttum þá er ég allavega búinn að koma mér ágætlega fyrir í breiðholtinu og þó þetta sé bara til bráðabyrgða áhvað ég að koma mér þægilega fyrir. Kominn upp með "surrándið" græjur og tölvur og keypti þessa frábæra dýnu.

Ég fékk svona hálfgert menningarsjokk að koma í úthverfið eftir að hafa búið miðsvæðis síðustu 15 árin og það veit ég að þegar maður flytur næst þá verður það ekki í úthverfunum.

Ég áhvað að kaupa afmælisgjöf handa sjálfum mér í dag og urðu fyrir valinu nýji diskurinn með Lordi, nýja Wig Wam og nýr diskur með Sonic Youth :-) Ég nenni ekki að halda uppá afmælið og áhvað að velja mér einhverjar 2 frábærar myndir til að horfa á í tilefni dagsins og urðu fyrir valinu "Einræðisherran" með Chaplin og "The Wild bunch" eftir Sam Peckinpah. Báðar eru með mínum uppáhaldsmyndum allra tíma :-)

Svo er mamma búin að baka fullt og maður borðar sig væntalega á gat. Kannski maður kíki aðeins á Ítalaleikinn þó mig gruni að þeir taki hann létt.

Annars vill ég óska Kokksa innilega til hamingju með afhvæmið. Eins og hennar var von og vísa þá kom það ekki á venjulegann hátt eins og allir vita náttúrlega :-)

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið!! Vona að þú hafir átt yndislegan dag. Ég skrifaði einmitt ritgerð um Einræðisherrann. Mjög áhugaverð og klassísk mynd!