Friday, October 14, 2005

Judas Priest YEAHHHH

Mér voru að berast þær fréttir í dag að Judas Priest gætu komið til landsins og spilað í laugardagshöll 9 des næstkomandi!
Þetta eru frábærar fréttir :-) Það er ekki búið að ganga fullkomlega frá þessu en líkurnar eru svona cirka 80% sem er bara helv flott! Prestarnir gáfu út frábæra plötun á árinu og eru í fínu formi þessa dagana. Það verður hressandi að komast aðeins frá jólalagagaulinu í desember og hrista hausinn smá :-) Svo er þetta á laugardagskvöldi sem er ekki verra! Nú bið ég til rokkguðsins að þetta gangi upp!

Wednesday, October 12, 2005

PROF-Siðferðisspurning

Í þessu prófi er eingöngu ein spurning, en hún er mjög mikilvæg.
Ef þú svarar í fyllstu hreinskilni muntu komast að því hvernig
siðferðiskennd þín er byggð upp.
Í prófinu er velt upp algjörlega uppskáldaðri stöðu og þú þarft að taka
afstöðu.

Mundu að svarið verður að vera hreinskilið.
Vinsamlegast skrollaðu rólega niður og hugsaðu um hverja línu vel og
vandlega.


Þú ert í Texas. Í Houston nánar tiltekið.
Það ríkir í kringum þig mikið öngþveiti, því á hefur skollið mikill
fellibylur og orsakað hræðileg flóð.

Þú ert ljósmyndari, þú vinnur hjá stóru dagblaði og ert í miðju þessarar
hryllilegu hringiðu.

Staðan er svo að segja vonlaus.
Þú ert að reyna að taka bestu myndir ferils þíns.
Það er brak úr húsum og fólk allt í kringum þig, fljótandi í vatninu.
Sumir dragast undir og koma ekki aftur upp. Náttúran sleppir lausum
eyðileggjandi krafti sínum.

Allt í einu sérðu mann berjast um í vatninu nálægt þér.
Hann berst fyrir lífi sínu og reynir á örvæntingarfullan hátt að halda
höfðinu upp úr vatninu.

Þegar hann flýtur nær þér finnst þér að þú eigir að kannast við hann.
Það rennur allt í einu upp fyrir þér hver hann er.
Þetta er George W. Bush!
Á sama tíma sérðu að ólgandi vatnið er um það bil að færa hann í kaf... að
eilífu.

Þú hefur tvo valmöguleika:Þú getur bjargað lífi G.W.Bush,
Eða þú getur tekið myndir sem myndu án efa vinna þér inn Pulitzer verðlaun.
Myndir, sem sýna dauða valdamesta manns í heiminum í dag.

Svo hér kemur spurningin, og mundu að þú verður að svara henni í fyllstu
hreinskilni:


Hvort myndirðu velja hágæða litafilmu
eða klassískan einfaldleikann sem svarthvítar filmur bjóða upp á?

Monday, October 10, 2005

Nightwish

Hey ég var að falla fyrir finnskri hljómsveit sem heitir Nightwish! Ég átti disk með þeim sem kom út í fyrra sem heitir "Once" og fannst hann fínn. Svo tók ég mig til í síðustu viku og fékk mér flesta gömlu diskana og kolféll :-) Tónlistin er hægt að lýsa sem synfónísku þungarokki og söngkonan syngur í óperustíl og er alveg með ótrúlega flotta rödd. Ég er alveg viss um að margir verði mér ósammála og finnist ég vera kolruglaður og reyndar skal ég alveg viðurkenna að þetta er mjög hallærisleg tónlist á köflum en það eru Manowar líka og eru þeir alveg frábærir! Og Finnarnir eru nú ansi lúknir á tónlistarsviðinu, ég þarf bara að nefna Hanoi Rock og Leningrad Cowboys :-)
Annars var þetta fín helgi. Bókin hennar Tensai kom út eins og allir vita og mér finnst móttökurnar æðislegar. Heyri ekkert nema hrósyrði í garð allra systrana og móðir þeirra fyrir hugrekkið að koma fram með þessa sögu og er ég alveg sammála því. Þetta er frábært framtak og á vonandi eftir að hjálpa til að koma þessum málum uppá borðið og vekja umtal þannig að þessir gömlu draugar vakni kannski og sjá að lögjöfin í þessum málum er stórgölluð. Hvað eiga barnaníðingar og kynferðisglæpamenn að komast lengi upp með þessa glæpi sína? Hvernig stendur á því að þeir sem sjá um að búa til og framfylgja lög og reglu átti sig ekki á því sem hver heilbrigður maður sér? Í hvaða fílabeinsturni búa menn? GRRRR hvað maður verður reiður að hugsa til þessa! En allavega er ég stoltur að vera hluti af þessari æðislegu fjölskyldu :-)
Útgáfuteitið á laugardaginn var æðislegt og vel mætt og skildist mér að einhverjir hafi fengið sér spur um kvöldið og komu einhverjir hálf rislágir upp til okkar á sunnudaginn (nefni engin nöfn) og drukku tíu bolla af sterku kaffi til að rétta sig við!
Ég er búinn að áhveða að næsta leikhúsferð verði á leikritið "Ég er mín sjálfs kona" Þetta er víst hreint frábært stykki og hvet ég alla til að bregða sér með í leikhúsið. Það er uppselt fram í nóvember þannig að fólk hefur alveg tíma til að skipulegga sig!

Saturday, October 08, 2005

Hibyli Vindanna

Jæja ég stóð við að ég ætla að fara meir í leikhús þennann vetur og skellti mér í gærkveldi á verk í borgarleikhúsinu sem heitir Híbýli vindanna. Ég skemmti mér ágætlega yfir raunasögum íslenskra vesturfara en fann satt að segja ekkert allt of mikið til með sögunni og persónunum. Fannst þær of einslitnar og vanta allann kraft einhvernveginn. Svo var vonleysið og vosbúðin einum of. Þetta virðist fylgja dálítið islenskum bókmenntum, allir eiga svo rosalega bágt og þó ég sé ekki endilega að biðja um "happy ending" eða neitt slíkt þá er ég bara nokkuð sammála Tensai minni að það vantar einhverja von í verkin og persónurnar. Mér fannst leikarahópurinn dálítið einsleitur líka, það var helst Halldóra Geirharðs sem stóð uppúr enda hennar persóna mun skemmtilegri en flestra aðra. En samt liðu þessir 3 tímar í leikhúsinu mjög hratt og ég hafði gaman af hvernig stykkið var sett upp og allar þessar skemmtilegu ódýru lausnir á sviðmyndinni var hrein snilld! Ég fer oftar í leikhús í vetur alveg pottþétt og er orðinn mjög spenntur fyrir Woyzek.
En þegar ég kom heim í gærkveldi sátu þær Tensai og Forskaren heima og hafði Forskaren drukkið helst til mikið spur og var að spila Enrico Íglasi á fullu mér til mikillar skelfingar, svo kom hún alltaf reglulega til mín og sagði c'mon þér finnst hann æðislegur! SURE! Held það þurfi ansi marga lítra af spur til að sannfæra mig um það!

Thursday, October 06, 2005

Boring

Mér hafa alltaf þótt stjórmál leiðinleg en ég held að stjórnmálamenn í dag slái öllu við! Kóngurinn er að sjálfsögðu Halldór "Boring" Ásgrímsson. Það dugar bara að sjá hann þá sofnar maður hvort maður sé standandi eða sitjandi. Ingibjörg Sólrún virðist hafa fest á sig fýlusvipinn. Olíukrimmakellingin orðin forseti alþingis og ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa Halldór Blöndal! Og þingmálin sem er verið að kynna þessa dagana! Frjálslyndir sem hafa ekki eingöngu týnt einum þingmanni heldur líka fylginu, hafa það helst á stefnuskránni að kanínuveiðar verði gefnar frjálsar! Sjáið þið ekki fyrir ykkur veiðimennina í öskjuhlíð skjótandi allt sem hreyfist! Jeminneini!!! Árni Matt orðinn fjármálaráðherra og helsta stjarna sjálfstæðisflokksins er Gísli Marteinn. Hmmm er ekki kominn tími á að stoppa aðeins og reyna stokka aðeins uppí málunum núna? Verst að öllum finnst þingmannastarfið orðið svo ómerkilegt starf að jafnvel þótt menn séu í fríi hálft árið þá eru eingöngu, ja hvað getur maður kallað þá svo maður verði ekki settur í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra? Læt ykkur um að finna nöfnin!
Annars er allt á fullu í vinnunni þessa dagana og maður sér lítið af Tensai þar sem bókin hennar er að koma út. Minni á útgáfuteitið á laugardag, það er skyldumæting!

Tuesday, October 04, 2005

Gods of thunder

Nau nau vitið þið hvað var að detta inn til mín í prómódeildinni!
Geisladiskur sem heitir "Gods of thunder" A Norwegian Tribute to Kiss!
Þar eru á ferðinni hljómsveitir sem heita m.a. "Kvikksölvgutterne", "Erland & Steinjo", "Shirleys Temple", "Espen Lind", "Lost At Last", "Kurt Nilsen", "KISSettes" o.fl. Toppurinn hlítur svo að vera Wig Wam með lagið "I was made for loving you"! Nú veit ég hvað ég verð að gera í kvöld!

Sunday, October 02, 2005

Einleikur

Ég áhvað að hvíla mig á hrollvekjuglápi í kvöld, enda lagður í einelti af flestum sem litu við á bloggið hjá mér :-) og skellti mér í leikhús. Ég endaði með því að fara einn enda fólkið í kringum mig annað hvort ekki mjög áhugasamt eða það sé erfitt að taka áhvörðun með minna en 30 daga fyrirvara eins Grumpa hefur kynnst við skipulagningu samkoma. En allavega fór ég í Borgarleikhúsið á Nýja sviðið svokallaða og sá þar einleik sem heitit "Manntafl". Verð að segja að ég skemmti mér þrælvel enda skemmtileg saga um mann sem lendir í einangrum hjá nasistum í seinni heimstyrjöldinni og til að halda sönsum fer hann að spila skák í huganum og skiljanlega gengur af göflunum! Fyrst var ég smá gagnrýninn á afhverju þetta var ekki sett upp sem leikrit frekar en einn maður að segja söguna og leika öll hlutverkin, en þegar líða tók á verkið og sagan komin í gang þá gékk þetta alveg upp og átti leikarinn Þór Tulinius stórleik. Hvernig menn fara að því að muna allann þennann texta er mér algerlega óskiljanlegt. En það er ljóst að smá leikhúsbaktería er tekin upp aftur hjá mér og á ég örugglega eftir að kíkja aftur í leikhús í vetur.

Saturday, October 01, 2005

Nenni eg að blogga?

Jæja þá ætla ég að láta reyna á hvort ég nenni að blogga að staðaldri :-) Það er laugardagseftirmiðdegi og ég sit og er að hlusta á tónlistina úr The Good The Bad and The Ugly eftir Ennio Morricone. Æðisleg plata. Var svo að rifja upp Máfastellið með Grýlunum sem ég held að ég hafi aldrei hlustað á í heilu lagi. Ekkert smá 80's eins og við mátti búast en skemmtileg plata og á sinn sess í tónlistarsögunni, engin spurning.
Annars er ég í einhverju hrollvekjustuði þessa dagana og er að horfa mikið á gamlar hrollvekjur. Horfði á The Howling sem hefur bara elst nokkuð vel og undafarið hef ég horft á myndir eins og Voodoo Island með Boris Karloff frá 1956 minnir mig, hún var nú reyndar frekar slöpp. Öllu betri var mynd frá 1959 sem heitir The Four Skulls of Jonathan Drake. Yndislega ódýr og ábyggilega gerð á 2 dögum! Engir frægir leikarar og öll tekin á 2 eða 3 settum í kjallarum á stúdíónu.
Læt þetta duga í fyrsta blogginu og svo sér maður til hvort maður nær að skrifa að staðaldri :-)