Sunday, October 02, 2005

Einleikur

Ég áhvað að hvíla mig á hrollvekjuglápi í kvöld, enda lagður í einelti af flestum sem litu við á bloggið hjá mér :-) og skellti mér í leikhús. Ég endaði með því að fara einn enda fólkið í kringum mig annað hvort ekki mjög áhugasamt eða það sé erfitt að taka áhvörðun með minna en 30 daga fyrirvara eins Grumpa hefur kynnst við skipulagningu samkoma. En allavega fór ég í Borgarleikhúsið á Nýja sviðið svokallaða og sá þar einleik sem heitit "Manntafl". Verð að segja að ég skemmti mér þrælvel enda skemmtileg saga um mann sem lendir í einangrum hjá nasistum í seinni heimstyrjöldinni og til að halda sönsum fer hann að spila skák í huganum og skiljanlega gengur af göflunum! Fyrst var ég smá gagnrýninn á afhverju þetta var ekki sett upp sem leikrit frekar en einn maður að segja söguna og leika öll hlutverkin, en þegar líða tók á verkið og sagan komin í gang þá gékk þetta alveg upp og átti leikarinn Þór Tulinius stórleik. Hvernig menn fara að því að muna allann þennann texta er mér algerlega óskiljanlegt. En það er ljóst að smá leikhúsbaktería er tekin upp aftur hjá mér og á ég örugglega eftir að kíkja aftur í leikhús í vetur.

7 comments:

Anonymous said...

Alveg eðlilegt að menn gangi af göflunum við það að tefla einhverfa skák daginn út og daginn inn, sérstaklega þegar fólk situr eitt í fangaklefa talandi við ímyndaða vini eða óvini.

Anonymous said...

Nú skil ég hvaðan allir þessir skríðandi heilar eru komnir. Nú auðvitað flúðu þeir frá svona mönnum. Ég meina að hugsa bara um skák í fleiri ár er engum hollt. Sjáiði bara Bobby Fisher

Anonymous said...

Kannski var það heilinn í Bobby gamla sem var ýtt áfram með spýtum og spottum, enda svo vitlaus heili að hann getur ekkert gert af sjálfsdáðum, ekki einu sinni fundið sér land til að búa í hjálparlaust. Vitleysingur!

Anonymous said...

Já, var þetta ekki bara ævisaga hans Bobby gamla úr Dallas?

Kiddi rokk said...

Var ekki Bobby gamli úr Dallas bara draumur?

Anonymous said...

Manntafl einstök og eftirminnileg bók, hálfskerí! Hreinn meistari sem skrifaði söguna og framdi sjálfsmorð eins og allir sannir snillingar gera (sbr. Kafka)

Kiddi rokk said...

Já bæði hann og konan hans frömdu sjálfsmorð á sama tíma, enginn veit afhverju og skilaboðin sem hann skildi eftir var "Svo kveð ég alla vini mína! Vonandi lifa þeir það að sjá roða nýs dags eftir þessa löngu nótt! En mig brestur þolinmæði, og því fer ég á undan þeim."