Jæja þá ætla ég að láta reyna á hvort ég nenni að blogga að staðaldri :-) Það er laugardagseftirmiðdegi og ég sit og er að hlusta á tónlistina úr The Good The Bad and The Ugly eftir Ennio Morricone. Æðisleg plata. Var svo að rifja upp Máfastellið með Grýlunum sem ég held að ég hafi aldrei hlustað á í heilu lagi. Ekkert smá 80's eins og við mátti búast en skemmtileg plata og á sinn sess í tónlistarsögunni, engin spurning.
Annars er ég í einhverju hrollvekjustuði þessa dagana og er að horfa mikið á gamlar hrollvekjur. Horfði á The Howling sem hefur bara elst nokkuð vel og undafarið hef ég horft á myndir eins og Voodoo Island með Boris Karloff frá 1956 minnir mig, hún var nú reyndar frekar slöpp. Öllu betri var mynd frá 1959 sem heitir The Four Skulls of Jonathan Drake. Yndislega ódýr og ábyggilega gerð á 2 dögum! Engir frægir leikarar og öll tekin á 2 eða 3 settum í kjallarum á stúdíónu.
Læt þetta duga í fyrsta blogginu og svo sér maður til hvort maður nær að skrifa að staðaldri :-)
Saturday, October 01, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Velkominn minn kæri Hammer, alltaf gaman þegar menn taka sér lyklaborð í hönd og fara að tjá sig opinberlega.
Get samt ekki sagt að ég hafi verið spennt yfir bíómyndavalinu. Hryllingsmyndir eru alltaf hallærislegar og hvað þá eitthvað svart/hvítt dót frá nítjánhundruð fímmtíuogeitthvað! Öll hlutverkin leikin af leikstjóranum sjálfum, konunni hans og þrem bestu vinum og gengur hryllingurinn út á það að aðalófreskjan sé með stórar tennur og langar neglur og labbi voða hægt og horfi ógnvegjandi í myndavélina og að einhver kvenpersóna öskri úr sér lifrina út myndina. Æði!
Takk mín kæra Grumpa :-)
Það er náhvæmlega þetta sem ég fíla svo vel við gamlar hrollvekjur, þær eru svo innilega hallærislegar og skemmtilegar og ÓDÝRAR. Og ég veit líka að það eru ekki margir sem hafa þetta b-myndagen og ég fæ ansi oft að heyra það heima :-)
Innilega til hamingju með að vera kominn á bloggheima elsku Hammer minn :)
Og já með þessar gömlu svarthvítu myndir þá get ég alveg frætt hana Grumpu á því að myndir frá fimmtíu og eitthvað er nú með því yngsta sem sést á skjá rokkarans. Við erum að tala hér um hardcore ellismelli með brakandi hljóði, allt er eiginlega svart með örfáum hvítum skellum og ártölin eru svona að meðaltali 1920 til 1940. Þá er kannski aðalófreskjan skríðandi heili með augu og vígtennur sem er ýtt áfram með spottum og spýtum og svo heyrist hátt "Vííííí....víííií... blammm blaaammm..." á meðan. Í besta falli líkjast þetta krúttlegum heimatilbúnum skrímslum úr Brúðuleikhúsi Barnanna utan af landi.
Trúið mér það er mjög mjög góð ástæða fyrir því af hverju við erum með tvö sjónvörp.
Eftir þessa hrollvekjandi lýsingu þá held ég að af tvennu illu myndi ég frekar horfa á Gone with the wind eða Titanic extended version heldur en The crawling brain from outer space eða eitthvað því um líkt sem Hammer virðist hafa gaman af. Tölvuleikjaárátta Tensai San er ekki bara svo furðuleg eftir allt saman
Myndi nú frekar velja ættjarðarljóð heldur en hrollvekjur, svo ég tali nú ekki um The top 10 Index figures in the World, jammi, jammm.
Sko Sko, vertu hjartanlega velkomin í bloggheimana Hammer! Það verður aldeilis áhugavert að fylgjast með þessu. Ég verð nú að segja að ég er alveg til í skríðandi heila sem eru dregnir áfram af spottum og spýtum. Það hlýtur að vera eitthvað krípí við það að sjá heila í aðalhlutverki.....
Post a Comment