Thursday, November 17, 2005

Þakkargjöf

Nei sko loksins tókst mér að losa mig úr Turbo 2000 sófanum og eftir að hafa verið á spítala eftir að hafa verið troðinn undir af æstum aðdáendum Tensai San í Smáralindinni er ég loksins kominn á ról!
Það er byrjað enn og aftur þetta sama jólarugl. Það er undanlegt hvað allir í þessum verslunarbransa fara alltaf á taugum á þessum tíma. Það vita allir að það verður góð sala, Íslendingar eru kaupóðir og þar dugar ekkert minna en þreföld mánaðarlaun í gjafir og í leiðinni verður nú að innrétta íbúðir uppá nýtt svo allt verðu nú sem best fyrir þessa 2 daga yfir jólin! Síðan er bara að taka yfirdráttarlán eftir jól til að borga brúsann. Jeminneini!
En við ætlum nú ekki að fara á taugum á Hringbrautinni og nú stendur til að halda "Thanksgiving" partý laugardagskvöldið 26 nov. Grumpa og Forski ætla að sjá um eldamennskuna þannið að það er ljóst að enginn má missa af þessu geimi :-)

Tuesday, November 01, 2005

Halloween

Jæja þá fer að styttast í Halloween partýið hjá Grumpu og ég er farinn að fægja Gísla Martein búninginn minn. Hef líka verið að æfa Gísla Marteins brosið og geng nú með herðatré í munninum alla daga. Annars er lítið búið um að vera hjá mér undanfarið, Datt samt inn í hrollvegkjusett sem ég fékk fyrir stuttu með átta gömlum Hammer myndum. Þar eru eðalmyndir á borð við The Evil of Frankemstein, The Brides of Dracula, Phantom of the opera, Curse of the werewolf o.fl gæðagripir. Það þarf varla að taka fram að ég hef horft á þær einn. Bæði Forski og Tensai taka til fótanna um leið og þær heyra veinin í sjónvarpstækinu. Annars horfði ég á The Aviator með Forska síðustu helgi og líkaði vel. Gat sagt Forska allar kjaftasögurnar um gömlu stjörnurnar sem voru túlkaðar í myndinni. Svo er bara að mæta í geimið góða næsta laugardagskvöld :-)