Thursday, November 17, 2005

Þakkargjöf

Nei sko loksins tókst mér að losa mig úr Turbo 2000 sófanum og eftir að hafa verið á spítala eftir að hafa verið troðinn undir af æstum aðdáendum Tensai San í Smáralindinni er ég loksins kominn á ról!
Það er byrjað enn og aftur þetta sama jólarugl. Það er undanlegt hvað allir í þessum verslunarbransa fara alltaf á taugum á þessum tíma. Það vita allir að það verður góð sala, Íslendingar eru kaupóðir og þar dugar ekkert minna en þreföld mánaðarlaun í gjafir og í leiðinni verður nú að innrétta íbúðir uppá nýtt svo allt verðu nú sem best fyrir þessa 2 daga yfir jólin! Síðan er bara að taka yfirdráttarlán eftir jól til að borga brúsann. Jeminneini!
En við ætlum nú ekki að fara á taugum á Hringbrautinni og nú stendur til að halda "Thanksgiving" partý laugardagskvöldið 26 nov. Grumpa og Forski ætla að sjá um eldamennskuna þannið að það er ljóst að enginn má missa af þessu geimi :-)

4 comments:

Anonymous said...

Forski hefur auk þess tekið að sér að sjá um að velja vín með matnum enda sérfræðingur þar á ferð, hefur smakkað þau mörg um dagana

Anonymous said...

Já það er ansi gott að vera búin að finna rokkarann minn aftur, það er allt ómögulegt þegar hann er týndur. En ég ætla rétt að vona að Hammerinn sé að djóka þegar hann er að tala um einhverja hógværð í jólagjafakaupunum. Ég vil fá stóra og fína gjöf!!!

Anonymous said...

Velkominn aftur Hammer

Anonymous said...

Hammerinn var víst bara að reyna að fela súkkulaðið sitt. En það er víst mission impossible þegar bæði Tensai San og Forski eru á heimilinu