Tuesday, November 01, 2005

Halloween

Jæja þá fer að styttast í Halloween partýið hjá Grumpu og ég er farinn að fægja Gísla Martein búninginn minn. Hef líka verið að æfa Gísla Marteins brosið og geng nú með herðatré í munninum alla daga. Annars er lítið búið um að vera hjá mér undanfarið, Datt samt inn í hrollvegkjusett sem ég fékk fyrir stuttu með átta gömlum Hammer myndum. Þar eru eðalmyndir á borð við The Evil of Frankemstein, The Brides of Dracula, Phantom of the opera, Curse of the werewolf o.fl gæðagripir. Það þarf varla að taka fram að ég hef horft á þær einn. Bæði Forski og Tensai taka til fótanna um leið og þær heyra veinin í sjónvarpstækinu. Annars horfði ég á The Aviator með Forska síðustu helgi og líkaði vel. Gat sagt Forska allar kjaftasögurnar um gömlu stjörnurnar sem voru túlkaðar í myndinni. Svo er bara að mæta í geimið góða næsta laugardagskvöld :-)

13 comments:

Anonymous said...

Einhvernvegin kom það mér ekki á óvart að Hammerinn týndi sér í einhverju svona:) En hvort ber að flokka þetta sem hrollvekjur eða gamanmyndir er annað mál. Varla getur það talist hrollvekjandi að horfa upp á fólk með skrúfur límdar á hausinn eða allt of stóran gerfigóm uppi í sér labba fram og til baka með hendurnar á undan sér og konur í blúndukjólum dettandi um undirpilsin?

Anonymous said...

Heill og sæll Hammer
Nú er fokið í flest skjól og munu hér með hefjast nýjir tímar með blóm í haga. Ég hef ákveðið að taka þátt í einu alvöru umræðunni sem fer fram í þessu samfélagi okkar systra og bræðra!
Jú, hér erum vér farin að fægja líkjörsglösin og gera sig klára fyrir Halloweenamkvæmið góða.
Þetta með Gísla Martein finnst mér nú svolítið erfitt, ég meina hvernig á maður kominn á þennan aldur að fara að því að líta út eins og fimm ára með hor í nös og "mömmustrákur" skrfað á ennið.....?

Anonymous said...

Ég er með svarið! Gísli Marteinn er geimvera! Einmitt svona kall eins og er alltaf í myndunum hans Hammer. Samt skrýtið að hann sé ekki svart-hvítur???

Anonymous said...

Gísli Marteinn lítur bara út eins barn OG áttrætt gamalmenni, svo það er nóg að vera með staf og/eða snuð :-)

Anonymous said...

Síðasta innslag var í boði Monopoly

Anonymous said...

Ég er með kosningaslagorðið:
Gísli Marteinn brúar kynslóðabilið

Anonymous said...

Vertu kærlega velkomin Frú Líkjör. Gaman að fá þig inn í bloggheima :-) Mér skilst að Grumpa sé þegar farin að blanda grænu koktelana fyrir Helloween partýið enda er grænn opinber litur Helloween (Samanber graskerin, Frankenstein, Andlitið á Grumpu þegar hún sér Gísla Martein o.fl)

Anonymous said...

Hey, það er hægt að búa til heimatilbúna hryllingsmynd í Halloweenpartýinu. Hún getur heitið When Grumpa voted the Gisl. Hún á ábyggilega eftir að kjósa hann Gísla babe, og ekki bara einu sinni heldur tvisvar....

Anonymous said...

Er Hammer ennþá í Trick or treat leiðangri? Kannski í romm og rúsínudeildinni í Hagkaup?

Anonymous said...

Ætli ég verði ekki að fara kíkja á milli pullanna í Túrbósófanum enn og aftur, ég er nefnilega búin að týna Hammernum mínum...alla vega í bloggheimi :o

Anonymous said...

Hvað varð eiginlega af Hammer? Ég lofa því að ég hef ekkert með þetta að gera. Ég lamdi hann hvorki með handtösku né regnhlíf!! Alveg satt!

Anonymous said...

Hann var troðinn undir af æstum aðdáendum Tensai San fyrir utan Smáralindina

Anonymous said...

Hammer óskast í sveit. Þarf að laga girðingar, grafa fyrir nýju skólpi og fleira!