Friday, October 14, 2005

Judas Priest YEAHHHH

Mér voru að berast þær fréttir í dag að Judas Priest gætu komið til landsins og spilað í laugardagshöll 9 des næstkomandi!
Þetta eru frábærar fréttir :-) Það er ekki búið að ganga fullkomlega frá þessu en líkurnar eru svona cirka 80% sem er bara helv flott! Prestarnir gáfu út frábæra plötun á árinu og eru í fínu formi þessa dagana. Það verður hressandi að komast aðeins frá jólalagagaulinu í desember og hrista hausinn smá :-) Svo er þetta á laugardagskvöldi sem er ekki verra! Nú bið ég til rokkguðsins að þetta gangi upp!

10 comments:

Anonymous said...

Já, það væri nú ekki verra að fara og hlusta á Johnny Be good og fleiri flott lög. Ansi hrædd um þó að ég fari ekki að sveifla hárinu mikið því að það tæki mig 14 daga og 3 klst. að greiða úr því aftur.

Anonymous said...

Ég hélt að Forski færi bara á Michael Bolton og væri orðin of þroskuð og kúltiveruð fyrir að horfa á miðaldra menn í spandexbuxum syngja Breaking the law?!
Ég aftur á móti neita að eldast og þroskast og finnst þetta algert æði ef satt væri!!!!!

Anonymous said...

Mætum öll í níðþröngum leðurbuxum (sem að sjálfsögðu passa ennþá) og með hálskraga svo maður detti ekki úr hálsliði

Anonymous said...

Já nú er lag! Upp með spandexið, herðapúðana og túberinguna í hárið. Ég prófaði að headbanga hér heima til að æfa mig fyrir tónleikana og er enn með hálskraga, enda illa tognuð. Fyrir utan að ég rak hausinn í dvd hillurnar hans Hammer, missti jafnvægið og steyptist ofaní túrbósófann og sat þar föst á milli rafmagns pullanna þangað til Hammer kom heim og gat togað í lappirnar á mér og losað mig.

Anonymous said...

Monopoly ætlaði að máta leðurbuxurnar en sá að þær voru nær því að passa Monopoly en Monopoly. Ætlar nú að fara í mál við leðurbuxnaframleiðandann því leður á ekki að skreppa svona rooooooooooosalega saman.

Anonymous said...

Passa á MINI Monopoly meinti Monopoly, andskotans ritvillupúki í vélinni alltaf hreint.

Anonymous said...

Fér Rokkarinn að máta gömlu leðurbuxurnar og kemst ekki ´úr þeim aftur? Eða er hann líka fastur í Túrbó 2000 sófanum?

Anonymous said...

Ég er búin að týna Rokkaranum mínum, hefur einhver séð hann? Hann gæti hafi dottið inn í eitthvað svarthvítt tímabil þar sem bara eru hjólbeinóttir kúrekar og spæjarar með vindlinginn lafandi út um annað. Eða hann gæti hafa lokast inn í Bónus í romm/rúsínu súkkulaðideildinni. Hann er alla vega ekki í bloggheimum... hmmm... ætli hann sé kannski á milli pullanna í túrbó 2000?

Anonymous said...

Þarf að kalla út slökkviliðið til að draga Hammerinn undan pullunum?!

Anonymous said...

Jamm, ekkert nema tækjabíllinn dugar, en þeir eiga þó erfitt með að athafna sig því að sjálfsögðu fá þeir ekki að klippa fínasta sófann í bænum, ég meina djííísööösss!!! Aldrei myndi ég leyfa það og engin skilur Rokkarann sem er eitthvað að tjá sig í pullunum. Það heyrist bara eitthvað svona: uuunnngggmmmmpppuummm... úúúfffmmm... aaaavvmmppp...