Friday, December 02, 2005

Bloggleysi

Það er búið að vera ansi mikið bloggleysi undanfarið hjá undirrituðum.Þessi árstími er alveg ferlegur. Brjálað að gera í vinnunni og einhvernveginn hefur maður aldrei tíma til neins og er svo bara dauðþreyttur og andlaus þegar laus er stund og manni langar eiginlega bara til að horfa á einhverja heilalausa mynd.
En það er fullt af skemmtilegum hlutum að gerast þessa dagana. Tensai verður frægari og frægari og ég þarf að hafa mig allann við að bægja frá æsta aðdáendur. Verð að viðurkenna að ég er ekkert smá stoltur af kellu :-).Finnst hún eiga þetta allt skilið og meira til.
Ég bið forláts að hafa misst af Thanksgiving partýinu góða. Forski kom samt með afganga heim og smakkaðist það með afbrigðum vel. Læt mig ekki vanta á Lúsíuna allavega.
Sá í fréttum að farþegum í strætó hefur fækkað um 10% á árinu. Og ekki var ásóknin beysin fyrir. Þetta kemur mér ekki á óvart. Hverjum datt í hug að hanna þetta fáráðlega nýja kerfi? Þegar vetra tók og maður gat ekki hjólað í vinnu eins og venjulega þá komst maður heldur betur hvað þetta kerfi er ömurlegt. Í fyrsta lagi eru vagnarnir aldrei á réttum tíma. Vagnstjórarnir pirraðir á öllum skömmunum á ónýtu kerfi og þar að auki ef þú þarft að komast á milli stað a og b þá þarftu að fara rúnt með strætó í hálftíma til að komast leið sem tók áður 10 minútur. Hmmm en ég ætla samt ekki að fá mér bíl alveg strax. Mig langar frekar til að eyða peningum í svarthvítar myndir og heimabíó :-)
Jæja best að halda áfram að horfa á Nightmare Alley frá 1947. Frábær mynd!

8 comments:

Anonymous said...

Já, rétt er það, strætó er úti að aka! Þeir koma allir 5 eða 6 á sama tíma fyrir utan háskólann og svo passar ekkert af þessu saman hjá þeim. Hver hannaði þetta kerfi eiginlega? Halim Al? Ég bara spyr.

Anonymous said...

Nei nei alls engin ástæða til að kaupa bíl, enda allt sem við þurfum í göngufjarlægð...eða svona næstum allt. Nú ef maður þarf að bregða sér eitthvað lengra þá tekur maður bara ipodinn með sér og slakar á í strætó með bros á vör og hugsar fallegr hugsanir um sleikipinnaland.

Anonymous said...

Ég held að þetta strætókerfi hafi verið hannað fyrir fólk eins og mig sem býr niðrí bæ og er ekkert að þurfa að þvælast lengst inn í einhver úthverfi heldur bara á Hlemm, Lækjartorg eða Mjódd og that´s it. Alla vega hentar þetta mér mjög vel og þó svo að rúnturinn taki lengri tíma þá geri ég bara eins og Tensai San, kveiki á iPodinum og áður en maður veit af er maður kominn á leiðarenda
Það hefði samt mátt losa sig við eitthvað af þessum vagnstjórum sem fylgdu með Kópavogs- og Hafnarfjarðarstætóunum og líta út eins og fjöldamorðingjar og eru álíka viðkunalegir og kæst skata

Anonymous said...

Varaðu þig Kiddi rokk, því Grumpu gæti tekist að æsa alla upp á þessu notalegu og fordómalausu bloggi þínu. Þar fyrir utan; veit einhver annar um þessa martraðarmynd sem þú ert að fara að horfa á? Er tal á henni?

Anonymous said...

Þaþ er örugglega ekkert tal heldur mjög dramatískt orgel og myndin gengur út á það að kvenpersóna (sem er í síðum kjól og með eldrauðan varalit) hleypr eins fljótt og síðkjóllinn, háhæluðu skórnir o lífstykkið leyfa undan frakkaklæddum manni með hatt og langar neglur. Og svo dettur hún auðvitað alltaf á dramatískum augnablikum og í staðinn fyrir að drullast á lappir og halda áfram að hlaupa þá byrjar hún að öskra eins og það geri eitthvað gagn!

Anonymous said...

heyrðu...þetta er nú bloggleysi dauðans! Hmmm, gæti verið nafn á nýrri hryllingsmynd í anda gömlu meistaranna. Söguþráðurinn gæti verið að maður situr fyrir framan tölvuskjá með ýktan angistarsvip og skoðar aftur og aftur sömu færslurnar og undir eð spiluð dramatísk tónlist. Svo þegar loksins eitthvað nýtt kemur upp og hann er að fara að skoða það þá fer rafmagnið af!!!!

Anonymous said...

Já þetta bloggleysi gæti dregið það versta fram í manni og maður gæti endað á því að segja eitthvað nógu ögrandi til að draga bloggaran fram úr hýði sínu.
Grumpa þú ættir að leikstýra bíomynd einn góðann veðurdag!!!!

Anonymous said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]free casino[/url] [url=http://www.casinovisa.com/deposit-casinos/]roulette[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/blackjack/index.html]poker[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/realcazinoz/ro]casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=3]lubricants[/url]