Sunday, January 01, 2006

Gleðilegt Ar

Gleðilegt ár og takk fyrir þau liðnu. Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár! Heldur betur. Allt það æðislega í kringum bókina og Tensai minni er búið að vera æfintýri líkast og er hún Tensai mín vel að þessu komin enda kjarnorkukelling! Ég hafði það æðislega gott um jólin og áramótin þó eins og allt annað voru þau frekar skrýtin þar sem Tensai var að vinna öll jólin. En við héldum okkar jól nokkrum dögum síðar og ég get ekki lýst hamingju minni yfir öllum fínu pökkunum sem ég fékk. Þar bar hæðst nýr I-Pod sem hún Tensai mín gaf mér :-) Svo fékk ég þetta fína Bette Davis safn frá henni líka ásamt nýrri sundskýlu, Batman Returns, Letibuxur o.fl o.fl. Fékk kaffibyrgðir næstu vikuna og þessa æðislegu bók um Monty Python frá kokksa og tengdó :-) Svo fékk ég nöllasett dauðans sem eru 2 DVD 2CD og 88 síðna bók með Kraftwerk :-) og náttúrlega fullt í búið o.fl. Ég elska jólin :-) :-) Vinnan gékk vel og nýja árið lítur vel út. Helsti draumurinn er að fara ferðast eitthvað á nýju ári. Unglingurinn á hemilinu er búinn að uppgötva London og er að fara sína aðra ferð á tæpum mánuði fljótlega. Og já ég ætla að vera duglegri að blogga :-) PROMISE! Við Tensai erum núna að horfa á allar gömlu Star Wars myndirnar í einum rykk. May the force be with you :-)

8 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt ár sömu leiðis Kiddi minn!!:)
Það er aldeilis að jólasveinninn hefur verið góður við þig þessi jólin! En Bette Davis, var það ekki einhver ljóska in the 50´s þegar kvenpersónu í bíómyndum gerðu fátt annað en að skæla og láta opna fyrir sér hurðir?
Bíddu og letibuxur, hvað er það?? Ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki meint latexbuxur!

Kiddi rokk said...

Nei nei Grumpa. Bette Davis var bitch dauðans in the 50's. og jafnvel fyrr. En hún lék í mörgum fínum myndum. Og nei nei, þetta voru ekki latex buxur heldur hælisbrækur. :-)

Anonymous said...

Já Grumpa fer aldrei í hælisbrækur og veit ekki hvað það er því hún er alltaf í viðbragðsstöðu heima hjá sér að gnísta tönnum yfir öllu pakkinu í heiminum.... nema þegar hún drekkur koníak og borðar eðalsúkkulaði. Sem að sjálfsögðu er ekki gert á hælisbrókunum

Anonymous said...

Hljómar eins og fín jól hjá Kidda.. eftirjól

Anonymous said...

Þá hefur Kiddi eitthvað að gera þegar Tensai kemur í afar dannaðann saumaklúbb með Grumpu, Móður Jörð o.fl.
Mér finnst ekki skrítið að Grumpa viti ekki hvað letibuxur séu, kona sem daglega fær heimsóknir sér yngri manna og sumri stoppa í kaffi og belgísku konfekti fram undir morgun !!!

Anonymous said...

Ó já. Það þýðir sko ekki að láta sjá sig í einhverjum hælisbrókum á þessu heimili. Hér kunna menn sig og drekka eðalvín og borða belgískar trufflur

Forskaren said...

Ég bíð bara eftir heimboðinu frá Grumpu. Ég vona bara að hún hafi haft sens á að geyma eitthvað af belgíska súkkulaðinu handa mér. Annars veit hún að henni verði refsað með klukkutíma fyrirlestri um ástir Byrons á Grikklandi og uppeldishugleðingar Rousseau á seinni áratug 18. aldar. Hér er sko engin miskun. En ég hélt líka að Kiddi Rokk hefði sagt latexsundskýla. Hvernig myndi hún eiginlega líta út? Ég bara spyr. En allavega, Gleðilegt nýár elsku Kiddi!!

Kiddi rokk said...

Alveg er það óþolandi þetta "spam" sem er að detta inná bloggið okkar!