Monday, January 09, 2006

Life of Brian

Í tilefni af því að sú æðislega mynd Monty Python "Life of Brian" var valin besta gamanmynd allra tíma í Bretlandi finnst mér við hæfi að bjóða í bíókvöld á Hringbrautina seinnipartinn í janúar. Gott væri að fá hugmyndir hvaða kvöld henta mannskapnum best og það er alveg nauðsynlegt að Kokksi láti sjá sig :-) Annars er lítið að frétta úr vesturbænum þessa stundina. Er að horfa á hina frábæru sjónvarpsþætti "Tales from the crypt" þessa dagana ásamt því að grípa í einn og einn X-Files þátt með Tensai og jafnvel eina og eina gamla mynd! Hundleiðinar talningar og uppgjör í vinnunni eins og alltaf á þessum tíma. Og já við stældum Grumpu og fengum okkur þrekhjól á heimilið, ekkert smá þægilegt að geta gláft á imbann meðan maður er að hjóla!

5 comments:

Anonymous said...

ÉG er laus 17. janúar frá kl. 20.30 - 21.00, en ég verð að sofna snemma það kvöld því ég fer í ræktina daginn eftir, svo er ég laus alla sunnudagsmorgna í ca. 30 mínútur, um 10.15, en þá er Mini Monopoly að horfa á Latabæ, ég gæti sleppt hittingi á netinu í Fáránleikaindexfélaginu.dollarar þann 16. janúar, en vildi það síður. Svo er einmanna húsmæður sem aldrei fara neitt umræðuhópurinn á Illaland.is á netinu 29. janúar, svo þá er mánuðurinn búinn. Sorry, ja nema þú ætlir að bjóða upp á barnamynd, þá get ég alltaf mætt.

Anonymous said...

Við þessi einhleypu og barnlausu getum mætt hvenær sem er enda erum við frjáls sem fuglinn og getum gert allt sem okkur dettur í hug með engum fyrirvara. Það er ekki nema nýja iMac G5 tölvan mín með 20" wide screen skjánum sem mér tekst að eyða óheyrilegum tíma í þessa dagana

Kiddi rokk said...

Við höfum áhveðið að halda Life of Brian kvöld sunnudagskvöldið 29 janá hringbrautinni :-) Allir eru velkomin. Kokksi ætlar að gera sér ferð úr sveitinni og mæta :-)

Anonymous said...

Hljómar vel! Og allir mæti með gerfiskegg:)

Anonymous said...

Life of Brian var auðvitað hreinasta snilld!!!! Og ekki skemmdi fyrir góðu kvöldi að Hammerinn galdraði fram þennan dýrindis ofnrétt ásamt allskonar kruðiríi sem Kokksi reyndar borðaði mest allt án þess að blikka. Það hvarf t.d 10 lítra tunna af súkkulaðikexi eins og brauðristar á raftækjaútsölu