Tuesday, February 07, 2006

Kjaftadeildin

Ég er búinn að komast að því að ég er alveg glataður í kjaftadeildinni! Ég hef undanfarið verið í sjúkraþjálfun sem er ekki frásögum færandi, en það er með þá staði eins og heitu pottana að fólk liggur og kjaftar um daginn og veginn. Og venjulega er ég engann veginn inní það msem er talað um. Fyrst var það handboltinn! Mér skildist að íslendingar slysuðust til að vinna einhverja leiki og það varð allt vitlaust. "Horfðuru á leikinn í nótt"? Sénsinn að maður mundi vakna upp á nóttinni að horfa á handboltaleik. Ég var greinilega utanvelta á bekknum þá vikuna. Síðan þegar handboltinn virtist taka enda (íslendingar hljóta að hafa tapað eða eitthað) tók við Eurovision. Vá helduru að Silvía Nótt verði rekin úr Eurovision? "Nei veistu ég hef ekki heyrt lagið eða horft á þessa forkeppni" Það var litið á mig eins og ég væri með fuglaflensu. Vá þessi er greinilega frá Mars eða eitthvað mátti lesa úr svipnum á nuddaranum. Eina skoðunin sem ég hef er að fyrst að leiðinlegasti maður íslands, Kristján Hreinsson, er að kæra þetta stend ég algerlega með Silvíu Nótt. Það er líka kominn tími til að íslendingar hætti að taka þessa keppni svona alvarlega! C'mon þessi keppni er bara djók hjá flestum þjóðum og íslendingar halda alltaf að þeir séu að senda meistarastykki í lagasmíðum og skilja ekkert í því að einu stigin sem við fáum eru einhver skyldustig hjá nágrannaþjóðum okkar. En það er greinilegt að ég þarf að taka mig á í kjaftadeildinni. Kannski að fara horfa á einhverja raunveruleikaþætti eða eitthvað.
Monty Python kvöldið heppnaðist mjðg vel og horfðum við á 2 myndir, Life of Brian og Fish called Wanda. Báðar hrein snilld. Og ég var að fá æðislega plötu í hendurnar með Mark Lanegan og Isobel Campbell. Þvílík snilld. Ég er nú samt viss um að ef ég færi að segja frá því í sjúkraþjálfuninni að ég fengi ansi tómann svip :-)

1 comment:

Anonymous said...

Ef ég væri Birgitta Haukdal þá væri ég búin að vera andvaka í viku af áhyggjum. Hún var með lag í keppninni sem enginn minnist á og öllum virðist sama um allt nema Silvíu Nótt. Birgitta er orðin has-been og so yesterday hjá krökkunum og þar með eru allir aðdáendurnir horfnir.