Sunday, February 12, 2006

Lufsurnar

Ég fór í langferð um helgina. Alla leið til keflavíkur! Ég undirbjó mig vel, setti 1500 lög inná i-poddinn, tók með bakpoka með nýja Classic Rock blaðinu, bók og fleiri nausynjavörur fyrir svona langt ferðalag. En viti menn, þó að rútan silaðist í gegnum hafnarfjörð á leiðinni tók ekki nema 50 minútur að koma sér á staðinn. Það er styttri tími en að fara í smáralind í nýja strætókerfinu!

En allavega, tilgangur ferðarinnar var að mæta í árshátíð hjá rokk klúbbi í keflavík sem heitir lufsurnar og hef ég verið meðlimur í honum í mörg ár en ekki farið á fund árum saman. Þetta er rosalega skemmtilegur félagsskapur, samblanda af eldri mönnum eins og mér ásamt yngri rokkurum sem hafa bæst við undanfarin ár. Dagskráin var mjög skemmtileg, fyrir utan að drekka bjór eins og búast má við og hlusta á gott rokk, voru valdar plötur ársins auk þess sem að löng og skemmtileg spurningarkeppni var sett upp. Það var greinilega mikil vinna sett í leikinn og hreint óskaplega gaman að taka þátt og ekki skemmdi fyrir að liðið sem ég var í vann :-) Plötur ársins voru svo valdar í topp 5. 1. Opeth. 2. System of a down (báðar plöturnar sem komu út á árinu). 3. Clutch. 4. Soulfly. 5. Arch Enemy. Ég var með í topp 5 Opeth, System, Mars Volta, Soulfly og Judas Priest þannig að 3 af mínum plötum komust inn á listann. Þetta var mjög gaman.

Svo eftir 2 vikur fer ég til akureyrar þar sem annar rokk klúbbur hefur boðið mig á "fund" og verður það mjög spennandi. Ég hef ekki áður mætt á fund með þeim félögum en það verður örugglega skemmtilegt, þar fyrir utan að ég hef ekki komið til akureyrar í 10 ár eða meira.

Svo keypti ég mér miða á "War of the worlds" með sinfóníuhljómsveitinni og er mjög spenntur fyrir því. Það er eitthvað við War of the worlds verkið sem hefur alltaf heillað mig.

3 comments:

Anonymous said...

Fórstu til Keflavíkur og varstu ekki laminn??!!!!
Sko, að setja þetta System of a down arty-farty við-erum-svo-miklir-listamenn prump á einhvern lista yfir best eitthvað er alveg næg ástæða til að fá drag í höfuðið og spark í rumpinn að mínu mati!!

Anonymous said...

Grumpa, þú ert svo dönnuð ;D

Anonymous said...

Já eins og Manowar sögðu hérna um árið "Death to fals metal" og meintu það!!