Saturday, February 25, 2006

Á Leið Til Akureyrar

Þá er komið að því að leggja land undir fót og bregða sér til akureyrar. Þar er árshátíð hjá rokkklúbbnum Reiðmenn (Ömurlegt nafn) og verður það örugglega mikið stuð. Þar verður m.a. spurningarkeppni, valinn besti söngvari allra tíma og besta gítarsóló allra tíma! Það verður leynigestur (wonder who?) og örugglega drukkinn einn bjór eða tveir. Fer norður með Sigga Sverris og við förum bílandi þannig að það fer væntanlega góður tími í keyrslu og ég verð að viðurkenna að það er nú ekki alveg í blóðinu að fara í svona langferðir. Mér finnst langt til Eyrarbakka!
Ég vona að þorrablótsvalentínugeimið fari vel fram og leiðinlegt að vera fjarri góðu gamni.

2 comments:

von grumpenhofen said...

Hvernig var svo á Akureyri? Hálsrígur, eyrnasuð og þynnka aldarinnar kanski:)

Anonymous said...

Eða bara bakverkur eftir að hafa setið svona lengi í bíl???