Sunday, March 12, 2006

Monsters of Akureyri

Jæja ég setti land undir fót um daginn og fór til Akureyrar í fyrsta skiftið í 10 ár eða svo. Fór norður í bílskróð með Sigga Sverris og var sú ferð með eindæmum góð. Langt síðan við höfðum spjallað og nóg umræðuefni báðar leiðir. Fengum hreint ótrúlegt ferðaveður, sól og logn alla leið og langleiðina til baka. Ferðin tók um 4 og hálfann tíma hvora leið.
Síðan var haldið gott partý laugardagskvöldið sem byrjaði með matarboði. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn svo spilltur af góðum mat hjá Grumpu og heima að mér fannst maturinn ekkert sérstakur en félagsskapurinn bætti þar úr. Síðan var farið í getraunarkeppni o.fl. Þetta kvöld var með eindæmum gott, góður andi yfir hópnum og mjög skemmtilegir. Að sjálfsögðu fengum við kvartanir frá nágrönnum en ég get ekki sagt að þetta hafi verið rokkælupartý því allir voru nú frekar dannaðir. Mér var svo formlega boðið í klúbbinn og er ég nú stoltur meðlimur í 2 rokk klúbbum bæði utanbæjar. Það verður svo stefnan að koma á fót landsmóti í sumar þar sem báðir klúbbarnir mæta og bera saman bækur (tónlist) sína.
Daginn eftir var mér svo boðið í æðislegann hádegisverð áður en við Siggi héldum suður aftur.

1 comment:

Anonymous said...

Ég sé fyrir mér hóp af mönnum á fertugsaldri skoðandi gamlar Iron Maiden vinylplötur og sötrandi bjór úr fingurbjörgum því þeir meiga ekki koma of seint heim og ekki vera of fullir því þá verður konan reið.....
...hmmm þetta hljómar eitthvað kunnuglega nema hvað það eru konur á fertugsaldri sem geta ekki verið lengur að heiman en í 2 tíma í senn því annars fá börnin ekki nóga athygli auk þess sem þær eru vanar að vera komnar í rúmið um kl. 11