Hey ég var að falla fyrir finnskri hljómsveit sem heitir Nightwish! Ég átti disk með þeim sem kom út í fyrra sem heitir "Once" og fannst hann fínn. Svo tók ég mig til í síðustu viku og fékk mér flesta gömlu diskana og kolféll :-) Tónlistin er hægt að lýsa sem synfónísku þungarokki og söngkonan syngur í óperustíl og er alveg með ótrúlega flotta rödd. Ég er alveg viss um að margir verði mér ósammála og finnist ég vera kolruglaður og reyndar skal ég alveg viðurkenna að þetta er mjög hallærisleg tónlist á köflum en það eru Manowar líka og eru þeir alveg frábærir! Og Finnarnir eru nú ansi lúknir á tónlistarsviðinu, ég þarf bara að nefna Hanoi Rock og Leningrad Cowboys :-)
Annars var þetta fín helgi. Bókin hennar Tensai kom út eins og allir vita og mér finnst móttökurnar æðislegar. Heyri ekkert nema hrósyrði í garð allra systrana og móðir þeirra fyrir hugrekkið að koma fram með þessa sögu og er ég alveg sammála því. Þetta er frábært framtak og á vonandi eftir að hjálpa til að koma þessum málum uppá borðið og vekja umtal þannig að þessir gömlu draugar vakni kannski og sjá að lögjöfin í þessum málum er stórgölluð. Hvað eiga barnaníðingar og kynferðisglæpamenn að komast lengi upp með þessa glæpi sína? Hvernig stendur á því að þeir sem sjá um að búa til og framfylgja lög og reglu átti sig ekki á því sem hver heilbrigður maður sér? Í hvaða fílabeinsturni búa menn? GRRRR hvað maður verður reiður að hugsa til þessa! En allavega er ég stoltur að vera hluti af þessari æðislegu fjölskyldu :-)
Útgáfuteitið á laugardaginn var æðislegt og vel mætt og skildist mér að einhverjir hafi fengið sér spur um kvöldið og komu einhverjir hálf rislágir upp til okkar á sunnudaginn (nefni engin nöfn) og drukku tíu bolla af sterku kaffi til að rétta sig við!
Ég er búinn að áhveða að næsta leikhúsferð verði á leikritið "Ég er mín sjálfs kona" Þetta er víst hreint frábært stykki og hvet ég alla til að bregða sér með í leikhúsið. Það er uppselt fram í nóvember þannig að fólk hefur alveg tíma til að skipulegga sig!
Monday, October 10, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Já ég stefni á frægð og frama til að ég fái rauðan dregil og koníak víðar en við Apple búðina. Aldrei að vita nema ég endi á að berja frá mér papparassa og gera svo "royal wave" til mannfjöldans með hógværu brosi.... Eða kannski bara að ég fjárfesti í einni spurflösku og deili með öllum :)
Líst vel á þetta með Spurflöskuna:)
En gat svo sem nerið að Rokkkóngurinn sjálfur félli fyrir einhverri kvennsu í álfabúningi syngjandi aríur við undirleik misfríðra og misloðinna karlmanna í spandexi! Michael Bolton come back, all is forgiven!!
Já og svo ekki sé minnst á teitið góða á laugardaginn sem var alger fyrirmyndar menningarsamkoma og öllum til sóma eins og pólitíkusarnir orða það. Verst að ég gleymdi að flytja ræðuna sem ég var búin að skrifa upp á 18 blaðsíðum en Tensai getur fengið að heyra hana seinna ef hún suðar nógu mikið því önnur eins lofrulla hefur ekki heyrst síðan Hannes Hólmsteinn hélt ræðu í tilefni af Davíð Oddsson byggði við bílskúrinn sinn
Það væri kannski ráð að fá Kevin Tunrey til að syngja með Nightwish á Helloweenkvöldi?
Post a Comment