Sunday, August 06, 2006

Plebbalert!

Ég fór í bónus í gær og ætlaði að dekra smá við mig og kaupa ís fyrir helgina. Sá tilboðsís á 200 kall og tók hann upp. BÍP BÍP PLEBBALERT PLEBBALERT!!!! Ég svitnaði og skilaði ísnum og tók rjómaís með karmellu og pekahnetum og hugsaði ÓMÆGOD ég er að verða plebbi hvernig datt mér í hug að ætla kaupa óætann ís þótt hann kosti 199 krónur. PÚFF

Ér er með dálítið ábernadi sár á enninu þessa dagana. Ég er að spá í hvort ég eigi að segja sannleikann ef fólk spyr hvað gerðist að það hafi hrunið á mig stafli af DVD myndum á meðan ég svaf eða ég hafi labbað á hurð. Hmm held ég segist hafa labbað á hurð!

5 comments:

Anonymous said...

Þegar fólk er í alvörunni að hugsa um að kaupa Bónusís á 199 kr.(sem er búinn til úr undanrennudufti sem var endursent frá Sómalíu því það vildi það enginn þar) þá eru menn búnir að búa of lengi í Fellahverfinu

Kiddi rokk said...

Jamm þetta er eitthvað úthverfissúrefni sem maður andar að sér og áður en maður nær að segja Jón Ásgeir er maður orðinn zombie sem labbar um í bónus leitandi af tilboðum. Sem betur fer vinnur maður í 101um og nær að anda alvöru súrefni á hverjum degi þannig að mér er væntanlega viðbjargandi. En ef þið sjáið mig einhverntímann labbandi um í bónus með tómlegann svip og fulla körfu af tilboðsís þá skvettið þið endilega framan í mig ísköldu vatni og bjargið mér PLÍS!

Anonymous said...

Menn fyrir norðan borga mikla peninga fyrir útþynnt undanrennuduft með klaka. Þar kallast þetta sull Brynjuís og er HERRAMANNSMATUR.

Anonymous said...

Þessi frétt var í DV:
Rúmlega fertugur maður í Fellahverfinu slasaðist á höfði þegar stæða af Bónus súkkulaðiís hrundi yfir hann í svefni

Anonymous said...

Er Rokkarinn týndur? Er hann kannski með hausinn fastan oní ískistunni í Bónus eða var hann ekinn niður í Gaypride af kerruliðinu? Úúúú... er Rokkarinn kannski kominn inní Twilight Zone? Give us a sign...