Sunday, August 27, 2006

Nöllið




Ég hef verið frekar rólegur undanfarið í að kaupa DVD enda haft nóg að horfa á :-) En nú tók ég loksins kast og pantaði fullt af myndum frá Amazon. Ég fann það þegar ég var að raða upp myndum að mig vantaði ansi mikið í Fantasy deildinni enda sá Tensai mest um þá deild :-) Þannig að ég fékk mér Spirited Away sem er ein af uppáhalds teiknimyndunum mínum. Ég tók 2 nýjar Fantasy myndir, Æon Flux og Ultraviolet og varð fyrir vonbrigðum með þær báðar. Það vantaði allann kraft í þær. Þetta eru ofbeldisfullar teiknimyndasögur en Hollywood er alltaf svo hrædd að myndir verði bannaðar yfir 12 ára þá komi enginn á myndirnar og tekst þá að eyðileggja myndirnar. Báðar þessar myndir áttu frekar að vera í stíl við Sin city, þá hefðu þær gengið upp. Svo fékk ég mér líka nýju Final Fantasy myndina. Það var lítið annað talað um á mínu fyrrverandi heimili og var ég orðinn ansi forvitinn að sjá þessa mynd. V for Vendetta var líka í pakkanum og fer hún næst í spilarann. Svo að sjálfsögðu fylgdu nokkrar gamlar góðar Film Noir myndir með (hvað annað).

Þannig að ég hef verið fastur í nöllinu undanfarið og síðan hefur verið ansi mikið að gera í vinnunni. Það fóru allir í frí nema ég í mánuðnum sem var reyndar ágætt því ég notaði tækifærið og tók vel til setti upp hillur og myndir og gerði skrifstofuna notalegri. Það er greinilega farið að skila sér ræktin í sumar, ég er búinn að missa 5 kíló og hef sjaldan verið í jafn góðu formi. Finn það alveg greinilega :-)

2 comments:

Anonymous said...

Ég var líka að heyra að rauðhetta og úlfurinn væri til í svona Fantasí einhverju og væri svona sambland af Lords of the rings og Gone with the wind en samt meira dark eitthvað eins og Sixth sense. Þú verður nú að fá þér hana!!!:)

Anonymous said...

Já, nú er Rokkarinn að tala um alvöru kvikmyndir. Láttu vita ef þig vantar að komast á nölla námskeið um Advent Children :)