Sunday, September 24, 2006

Löður



Munið þið eftir þáttunum "Soap" eða "Löður". Ég fékk mér fyrsta árið á DVD um daginn og þessir þættir eru FRÁBÆRIR! Ég byrjaði að horfa og eftir viku var ég búinn með alla 25 þættina og skemmti mér mjög vel. Þeir hafa lítið elst nema náttúrlega þessi æðislega late 70's tíska er náttúrlega óborgarleg. En grínið á jafnvel við í dag því enn eru sápuóperurnar hvort sem það eru "raunveruleika" þættir eða Leiðarljós við góða heilsu. Ég man reyndar að Löður lifði aðeins í 4 ár því að "Moral majorety" nasistarnir náðu að stoppa framleiðsluna, þeir þóttu ekki við hæfi hins "siðmenntaða" Ameríkana. En ég fæ
mér hinar 3 seríurnar það er á hreinu.

Annars er lítið að frétta. Fullt að gera í vinnunni og ég fór á Nick Cave tónleikana og skemmti mér vel. Er byrjaður að fara í leikhús á fullu. Fór á leikrit sem heitir "Afgangar" í Austurbæ um helgina og er að fara á "Mein Kampf" næstu helgi. Fannst "Afgangar" reyndar ekki gott stykki. Persónurnar voru lítt áhugaverðar og sagan risti ekki djúpt.

Hjólinu mínu var stolið í vikunni GRRRRRR. Var læst inní hjólageymslu og allt. Úthverfapakk!

Ég held áfram að léttast og með þessu áframhaldi verð ég bara ansi góður næsta sumar :-)

Fer svo aftur til akureyrar í næsta mánuði í rokkælupartý.

No comments: