Sunday, October 01, 2006

Mein Kampf



Þessi kattarmynd hefur eiginlega ekkert með þetta blogg að gera. Mér fannst hún bara svo æðislega krúttarleg :-)

Það er einhvernveginn allt frekar viðburðarsnautt þessa dagana. Frábært veður um helgina og ég nýtti báða dagana fyrir gönguferðir og í dag fór ég í ellaðardalinn með i-poddinn minn og dottaði meir að segja við elliðarána.

Fór á leikrit í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Það var farsi sem nefnist "Mein kampf" og ég skemmti mér þrælvel. Leikritið var um Hitler á yngri árum í Vínarborg þar sem hann var á gistiheimili ásamt gyðingi sem hvatti hann til að snúa sér að stjórnmálum eftir honum var neitað inngöngu í Listaháskóla í Vín! Þór Túlinus var fínn sem gyðingurinn og þetta er annað leikritið sem ég sé með honum þar sem hann brillerar, hitt var einleikurinn "Manntafl". Það gengur hægt að ná leikhúshópnum saman en Grétar og Alma og co eru vonandi að koma sér í gírinn :-)

Ég hef verið að kenna mömmu að elda fullt af nýjum réttum og hún fílar það vel. Var orðin ansi leið á elda bara ofan í pabba og nú hafa bæst við fullt af kjúklinga, fiski og kjötréttum hjá henni.

2 comments:

Anonymous said...

Hinn mjúki maður er greinilega kominn upp á yfirborðið. Leggur sig við fuglasöng í Elliðaárdalnum, eldar matinn á heimilinu og sækir menningarviðburði hægri vinstri;)

Anonymous said...

Kjút kisi!! :)